Hvar liggja möguleikarnir? Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu
Hvar liggja möguleikarnir? Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Ráðstefna í Hofi á Akureyri 4. – 5. júní 2014.
Aldurstengd augnbotnahrörnun – Fræðslufundur á Grand Hótel
Miðstöðin í samstarfi við Augndeild Landspítala Háskólasjúkrahús boðar til fræðslufundar um aldurstengda augnbotnahrörnun (AMD).
Lech Walesa. Maður vonar – Ókeypis sýning með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta
Þann 24. apríl kl. 16. verður ókeypis sýning með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta á myndinni Lech Walesa. Maður vonar.
Aðlögun að sjónmissi – jafningjafræðsla
6. maí hefst námskeiðið „Aðlögun að sjónmissi“ fyrir notendur Miðstöðvarinnar á aldrinum 30 til 67 ára.
Áhugasviðspróf og starfakynningar – Námskeið fyrir unglinga
Miðvikudaginn 19. mars býðst unglingum (8.-10. bekkur) að koma á Miðstöðina og taka áhugasviðspróf hjá námsráðgjafa okkar.
Kynning fyrir starfsfólk öldrunarstofnana
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga bjóða starfsmönnum öldrunarstofnana til fræðslumorguns.
iPad í skólastarfi – áhersla á lestur og ritun
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður kennurum, sem koma að kennslu sjónskertra nemenda, á iPad-námskeið miðvikudaginn 12. mars kl. 13:30-16:00 í Hamrahlíð 17, 2. hæð
Áhugasviðspróf og starfakynningar – Námskeið fyrir unglinga
Fyrstu vikuna í mars býðst unglingum (8.-10. bekkur) að koma á Miðstöðina og taka áhugasviðspróf hjá námsráðgjafa okkar.
Leiðsöguhundar fá endurskinsvesti frá TM
Leiðsöguhundar á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga fengu endurskinsvesti frá TM.
Blindrafélagið heldur vetrarbúðir fyrir sjónskert og blind börn á aldrinum 10 til 18 ára.
Vetrarbúðirnar verða haldnar í húsi Þroskahjálpar fyrir utan Akureyri dagana 26. til 30. mars.
Miðstöðin hlýtur viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu
Í dag voru afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á ráðstefnunni Skapandi opinber þjónusta sem haldin var á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Úthlutun styrkja úr Þórsteinssjóði árið 2013
Fimm styrkjum var úthlutað úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands 3. desember sl.
Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins
Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins 2014 er komið út
Námskeið í líkamsþjálfun
Líkt og undanfarin misseri þá stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun.
Bækur fyrir jólin
Miðstöðin býður upp á bækur á punktaletri.
Android-snjallsímar og -spjaldtölvur eða Iphone og Ipad?
Blindrafélagið heldur spjallfund um spurninguna: Hvort hentar betur blindum og sjónskertum einstaklingum: Android snjallsímar og spjaldtölvur eða Iphone og Ipad?
Sigríður Másdóttir augnlæknir tekur til starfa á Miðstöðinni.
Sigríður Másdóttir tók til starfa á Miðstöðinni þann 1. nóvember sl.
Guðmundur Viggósson augnlæknir lætur af störfum.
Guðmundur Viggósson augnlæknir lætur af störfum eftir 26 ára starf á Sjónstöðinni og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni. Hann starfaði sem forstöðumaður Sjónstöðvarinnar frá stofnun hennar og sem yfirlæknir augnlækninga á Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni frá stofnun hennar árið 2009.
Opið hús fyrir kennara og aðra sem vinna með blindum, sjónskertum og daufblindum nemendum.
Fimmtudaginn 21. nóvember heldur Miðstöðin opið hús fyrir kennara og aðra sem vinna með blindum, sjónskertum og daufblindum nemendum.
Styrkir til blindra og sjónskertra nemenda við HÍ
Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Uppeldisfjölskyldur fyrir leiðsöguhunda
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga óskar eftir uppeldisfjölskyldum fyrir leiðsöguhunda.
Vinnusmiðja í þreifibókagerð og áþreifanlegu skipulagi
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í samvinnu við Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar heldur vinnusmiðju í þreifibókagerð og áþreifanlegu skipulagi þann 14. nóvember.
Dagur hvíta stafsins 15. október
Dagur hvíta stafsins er í dag, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks.
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er annar fimmtudagur í október ár hvert. Tilgangurinn dagsins er að beina athygli almennings út um allan heim að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi.
Talandi dagblöð – Bylting í fjölmiðlaaðgengi blindra einstaklinga
Frá og með 19. september er hægt að hlusta á talandi útgáfu af Morgunblaði dagsins gegnum vefvarp Blindrafélagsins. Blaðið er lesið af Karli, íslenskri Ivona rödd sem er afrakstur talgervilsverkefnis Blindrafélagsins. Þessi þjónusta bætist við aðra þjónustu vefvarpsins eins og rauntíma lestur sjónvarpstexta.
Rafeindapúlsar í augun – Ný tilraunameðferð við RP
Fimmtudaginn 10. október kl. 17:00, á Alþjóðlegum sjónverndardegi, verður fræðslufundur þar sem kynnt verður ný tilraunameðferð við RP sem fyrirhugað er að setja i gang hér á landi. Fundurinn verður í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.
Kvikmyndin „Í myrkri“ með sjónlýsingu.
Sýning á kvikmyndinni „Í myrkri“ með sjónlýsingu og talaðri þýðingu á samtölum á íslensku í gegnum heyrnartól
Námskeið – Frá streitu til sáttar
Þjálfun í núvitundinni, stundum kallað árvekni eða gjörhygli, hefur aukist mjög á undanförnum áratugum. Þar er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Á námskeiðinu verða þessar hugmyndir kynntar og farið í gegnum æfingarnar. Lögð er sérstök áhersla á að innleiða vakandi athygli í daglegt líf til þess að líða betur.
Ráðgjafi og sjónfræðingur verða á Norðurlandi 30. sept. – 3. okt.
Ráðgjafi og sjónfræðingur frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, verða á Norðurlandi 30. september – 3. október nk.
Námskeið í líkamsþjálfun
Líkt og undanfarin misseri þá stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun og er í samstarfi við Þjónustu- og þekkingamiðstöð.