Miðstöðin hlýtur viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu

Í dag voru afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á ráðstefnunni Skapandi opinber þjónusta sem haldin var á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Námskeið í líkamsþjálfun

Líkt og undanfarin misseri þá stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun.

Guðmundur Viggósson augnlæknir lætur af störfum.

Guðmundur Viggósson augnlæknir lætur af störfum eftir 26 ára starf á Sjónstöðinni og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni. Hann starfaði sem forstöðumaður Sjónstöðvarinnar frá stofnun hennar og sem yfirlæknir augnlækninga á Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni frá stofnun hennar árið 2009.

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er annar fimmtudagur í október ár hvert. Tilgangurinn dagsins er að beina athygli almennings út um allan heim að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi.

Talandi dagblöð – Bylting í fjölmiðlaaðgengi blindra einstaklinga

Frá og með 19. september er hægt að hlusta á talandi útgáfu af Morgunblaði dagsins gegnum vefvarp Blindrafélagsins. Blaðið er lesið af Karli, íslenskri Ivona rödd sem er afrakstur talgervilsverkefnis Blindrafélagsins. Þessi þjónusta bætist við aðra þjónustu vefvarpsins eins og rauntíma lestur sjónvarpstexta.

Rafeindapúlsar í augun – Ný tilraunameðferð við RP

Fimmtudaginn 10. október kl. 17:00, á Alþjóðlegum sjónverndardegi, verður fræðslufundur þar sem kynnt verður ný tilraunameðferð við RP sem fyrirhugað er að setja i gang hér á landi. Fundurinn verður í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.

Námskeið – Frá streitu til sáttar

Þjálfun í núvitundinni, stundum kallað árvekni eða gjörhygli, hefur aukist mjög á undanförnum áratugum. Þar er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Á námskeiðinu verða þessar hugmyndir kynntar og farið í gegnum æfingarnar. Lögð er sérstök áhersla á að innleiða vakandi athygli í daglegt líf til þess að líða betur.

Námskeið í líkamsþjálfun

Líkt og undanfarin misseri þá stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun og er í samstarfi við Þjónustu- og þekkingamiðstöð.