Íþróttir fatlaðra kynntar á laugardaginn

Kynningardagur á íþróttum fatlaðra verður haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 31. október klukkan 14 – 16. Dagurinn nefnist Paralympic-dagurinn en Ólympíuleikar fatlaðra/Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér hvað er í boði. Á meðal íþrótta sem kynntar verða eru Boccia, borðtennis, sund, frjálsar íþróttir, bogfimi, lyftingar, hjólastólakörfubolti. Ingó veðurguð tekur á móti gestum og mun að sjálfsögðu taka nokkur lög.

Styrkir til blindra og sjónskertra nemenda við HÍ

Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum en umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2015. Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.

Lifað með sjónskerðingu sýnd á RÚV í kvöld

Íslenska heimildarmyndin Lifað með sjónskerðingu verður sýnd á RÚV í kvöld, þriðjudaginn 20. október klukkan 20:10. Myndin er frá árinu 2014 en í henni er fylgst er með sex blindum og sjónskertum einstaklingum á öllum aldri í sínu daglega lífi og hvernig þeir takast á við sjónmissinn með ólíkum hætti.

Opnunartími vegna verkfalls SFR

Vegna verkfalls félagsmanna SFR verður afgreiðslan á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð opin frá klukkan 10-12 og 14-16 í dag, þriðjudaginn 20. október.

Vettvangsferð á slökkvistöðina

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins býður blindum og sjónskertum börnum og ungmennum í vettvangsferð í samvinnu við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Foreldradeild Blindrafélagsins, laugardaginn 7. nóvember.

Afhentu stærðfræðiefni fyrir blind og sjónskert börn

Fyrstu eintök byrjendaefnis í stærðfræði fyrir blind og verulega sjónskert börn voru afhent fulltrúum Rannís með formlegum hætti á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í gær, fimmtudag. Efnið var unnið með styrk úr þróunarsjóði námsgagna hjá Rannís og stuðlar að því að blindir og sjónskertir nemendur hafi aðgengi að námsefni til jafns við aðra nemendur.

Opnunartími vegna verkfalls SFR

Vegna verkfalls félagsmanna SFR verður afgreiðslan á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð opin frá klukkan 9-12 og 14-16 í dag, fimmtudaginn 15. október.

Stærðfræðiefni og Kringluferð á degi hvíta stafsins

Stærðfræðiefni fyrir blind og sjónskert börn og Kringluferð félagsmanna í Blindrafélaginu verður meðal annars á dagskrá alþjóðadags hvíta stafsins sem er á morgun, 15. október. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á hvíta stafnum, þýðingu hans fyrir notandann og umhverfið og einnig að vekja athygli á umferli blindra og sjónskertra einstaklinga.

Sjónverndardagurinn – Bæklingar á heilsugæslustöðvar

Í tilefni af alþjóðlegum sjónverndardegi 8. október viljum við á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð minna á nauðsyn þess að fara reglulega til augnlæknis og í augnskoðun. Margir augnsjúkdómar, sérstaklega hjá eldra fólki, geta ágerst hratt og án einkenna og því er nauðsynlegt að fara í reglulegt eftirlit og skoðun.

Huld Magnúsdóttir sett forstjóri Tryggingastofnunar tímabundið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur falið Huld Magnúsdóttur að gegna stöðu forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins frá 15. október næstkomandi, tímabundið um níu mánaða skeið, í fjarveru Sigríðar Lillýar Baldursdóttur sem hefur hlotið námsleyfi til sama tíma.

Zören og Oliver í fjölmiðlum

Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um leiðsöguhunda í tengslum við afhendingu leiðsöguhundanna Zören og Oliver til Svanhildar Önnu Sveinsdóttur og Lilju Sveinsdóttur í vikunni. Stöð 2 var með fréttainnslag í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma sínum þar sem rætt var við þær Svanhildi og Önnu og fréttaþátturinn Ísland í dag mun sýna þátt um efnið í kvöld, föstudagskvöld.

Kipptu sér ekkert upp við umstangið

Leiðsöguhundarnir Zören og Oliver voru sallarólegir þegar þeir voru afhentir nýjum félögum við hátíðlega athöfn í sal blindrafélagsins í gær. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar, afhenti þeim Lilju Sveinsdóttur og Svanhildi Önnu Sveinsdóttur hundana en Zören mun búa með Svanhildi á Akureyri og Oliver með Lilju í Reykjavík.

Leiðsöguhundarnir Zören og Oliver afhentir

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð mun afhenda formlega tvo leiðsöguhunda, þá Zören og Oliver, til tveggja notenda, fimmtudaginn 17. september. Athöfnin fer fram í samkomusal Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, annarri hæð, kl. 17.

Námskeið í líkamsþjálfun

Líkt og undanfarin misseri þá stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun og er í samstarfi við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Fengu styrk fyrir Evrópuverkefni sem Miðstöðin leiðir

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fékk nýlega styrk fyrir Evrópuverkefni sem miðar að því að leiða saman fagfólk með sérþekkingu á heilatengdri sjónskerðingu (CVI) til að þróa matstæki til greiningar og kennsluefni fyrir börn með heilatengda sjónskerðingu. Styrkurinn nemur um 30 milljónum króna og er gert ráð fyrir að verkefnið standi yfir í tvö ár.

Dr. Roxana Cziker til starfa á Miðstöð

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð hefur fengið til liðs við sig dr. Roxönu Elenu Cziker, sérfræðing í sjónmati og greiningu sjónskerðingar hjá börnum. Roxana er með doktorspróf í taugavísindum frá sálfræðideild læknaháskólans í Cluj-Napoka í Rúmeníu, en verkefni hennar fjallaði um áhrif taugaskaða í heila á sjón hjá börnum.

Námskeið í punktaletri

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð mun í ágúst bjóða upp á námskeið fyrir fagfólk sem kemur að kennslu nemenda sem lesa punktaletur.

Þróa skynjunarbúnað fyrir blinda

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð tekur í samvinnu við Háskóla Íslands þátt í stóru verkefni fimm Evrópulanda sem miðar að því að búa til skynjunarbúnað fyrir blinda einstaklinga.

Leiðsöguhundar í fjölmiðlum

Leiðsöguhundar Miðstöðvarinnar hafa verið mikið í fréttunum undanfarna daga og þá einkum í sambandi við Landssöfnun Lions á Íslandi, Rauðu fjöðrina sem var til styrktar leiðsöguhundum að þessu sinni.

Rauða fjöðrin – Til styrktar leiðsöguhundum

Dagana 17. – 19. apríl fer landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, fram um allt land. Markmiðið er að safna í sjóð til að fjármagna kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda í samvinnu við Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Sören og Oliver komnir

Tveir nýir leiðsöguhundar, Sören og Oliver, eru komnir hingað til lands frá Svíþjóð. Þeir bræður eru tveggja ára síðan í febrúar og af labrador kyni.

Fræðsla um augnsjúkdóma á Miðstöð

Á annan tug sjónfræðinga úr Félagi íslenskra sjóntækjafræðinga mættu á fræðslufyrirlestur hér á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð á dögunum þar sem Sigríður Másdóttir yfirlæknir Miðstöðvarinnar og Estella D. Björnsson og Kristín Gunnarsdóttir, sjónfræðingar Miðstöðvarinnar, ræddu um ýmis málefni er varða sjón og augnsjúkdóma.

Ný heimasíða Hljóðbókasafnsins

Hljóðbókasafn Íslands hefur opnað nýja heimasíðu. Helstu nýjungar á eru auknir leitarmöguleikar og hægt er að hlusta á bækur í streymi beint af síðunni, hlusta á hljóðdæmi og fleira.

Bono í fréttaþætti á N4

Leiðsöguhundurinn Bono og félagi hans Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri atvinnualdursteymis Miðstöðvarinnar, komu fram í fréttaþætti á sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum.