Teach CVI

Teach CVI er samvinnuverkefni fagfólks frá nokkrum Evrópulöndum sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöð stýrir.

Námskeið í núvitund

​Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga stendur fyrir námskeiði í núvitund og góðvild í eigin garð fyrir notendur á aldrinum 30-60 ára. Námskeiðið hefst þann 1. febrúar og munu þátttakendur hittast í fjögur skipti, á miðvikudögum frá kl. 16 – 18.

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi.

Nýtt Evrópuverkefni: Vapet-Vip

Miðstöðin hefur fengið úthlutað styrk fyrir nýju Evrópuverkefni sem kallast Vapet-Vip. Um er að ræða Erasmus+ verkefni á sviði starfsmenntunar og er yfirskrift verkefnisins: Rafræn kennsla fyrir fagfólk í endurhæfingu og þjálfun sjónskertra einstaklinga.

Dagur Hvíta stafsins

Dag­ur Hvíta stafs­ins er alþjóðleg­ur bar­áttu og vit­und­ar­dag­ur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. októ­ber ár hvert. Á þeim degi vekja blind­ir og sjónskert­ir einstak­ling­ar at­hygli á hags­muna­mál­um sín­um og hvar þörf sé á úr­bót­um svo blint og sjónskert fólk geti tekið virk­an þátt í sam­fé­lag­inu.

Leiðsöguhundurinn Skuggi afhentur

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga afhenti leiðsöguhundinn Skugga formlega til nýs notanda, fimmtudaginn 1. september síðastliðinn.

Nýtt Evrópuverkefni: I-Express

Miðstöðin hefur fengið úthlutað styrk fyrir nýju Evrópuverkefni sem kallast I-Express. Verkefnið er Erasmus+ samstarfsverkefni og mun hefjast í september 2016 en áætlaður verkefnatími er 17 mánuðir.

Laust starf sérfræðings í gerð námsbóka

Laust er til umsóknar 100% starf í gerð námsbóka hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Um er að ræða afleysingu frá 1. desember 2016 til 1. desember 2017.

Námskeið í líkamsþjálfun

Líkt og undanfarin misseri þá stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram hjá Afli sjúkraþjálfun og er í samstarfi við Þjónustu- og þekkingamiðstöð.

Miðstöð hlaut styrk frá Umhyggju

Umhyggja, félag langveikra barna, veitti á dögunum Þjónustu- og þekkingarmiðstöð styrk sem verður nýttur til kaupa á tæknibúnaði fyrir blind og sjónskert börn. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra en félagið er 35 ára í ár.

Ráðgjafi Miðstöðvar á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri

Dagana 11. – 12. maí nk. verða ráðgjafi og sjónfræðingur frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Gengið er inn um D-inngang, sem er á jarðhæð nýbyggingar sjúkrahússins.

Upplýsingar og tímapantanir í síma 545-5800 á milli kl. 09:00 – 16:00 alla virka daga.

Námskeið fyrir kennara barna með heilatengda sjónskerðingu

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun halda námskeið miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13-16.
Á námskeiðinu mun Dr. Roxana Cziker fara yfir hvað felst í að vera með heilatengda sjónskerðingu, hver helstu einkenni eru og hvaða aðferðir henta til að vinna með börnum með heilatengda sjónskerðingu.

Heimasíða Teach CVI í loftið

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð hefur hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu Evrópuverkefnisins Teach CVI, en á henni má finna ýmis konar upplýsingar um heilatengda sjónskerðingu (CVI) hjá börnum, bæði fyrir fagfólk og almenning. Teach CVI er samvinnuverkefni fagfólks frá nokkrum Evrópulöndum sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöð stýrir. Verkefnið miðar að því að fagfólk með sérþekkingu á heilatengdri sjónskerðingu (CVI) hjá börnum, vinni saman að þróun fræðslu- og kennsluefnis og matstækja.

Úthlutun á leiðsöguhundi

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun úthluta leiðsöguhundi á árinu. Leiðsöguhundar aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt og er leiðsöguhundur skilgreindur sem hjálpartæki.

Námskeið hjá Afli sjúkraþjálfun

Líkt og undanfarin misseri stendur blindum og sjónskertum til boða regluleg hópþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Þjálfunin fer fram á Afli sjúkraþjálfun,

Kynna punktaletur í grunnskólum

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð hefur staðið fyrir kynningum á punktaletri í grunnskólum í Reykjavík undanfarnar vikur. Hver skóli fær afhent eintak af bókinni Bé tveir eftir Sigrúnu Eldjárn á punktaletri en bókin var notuð í verkefnið með góðfúslegu leyfi höfundarins. Þá hefur skólum verið boðið að fulltrúar frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð komi í heimsókn og haldi kynningu í einum bekk, yfirleitt hjá nemendum í þriðja eða fjórða bekk.

Fimm fengu styrk úr Þórsteinssjóði

Fimm blindir og sjónskertir stúdentar við Háskóla Íslands fengu á dögunum styrk úr Þórsteinssjóði. Þetta er í sjöunda skipti sem úthlutað er úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals tólf hundruð þúsund krónum, að því er fram kemur á heimasíðu Blindrafélagsins.

Þrír fengu styrk til náms og rannsókna í augnlækningum

Þrír umsækjendur fengu á dögunum styrk úr sjóðnum Gefum blindum augum sjón. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð hefur umsjón með sjóðnum en markmið hans er að stuðla að framþróun og nýjungum í augnlækningum með því að styrkja lækna og vísindamenn sem leita sér formlegs framhaldsnáms í augnlækningum erlendis eða leggja stund á vísindarannsóknir.

Laus staða sérkennsluráðgjafa á Miðstöð

Laust er til umsóknar 100% starf sérkennsluráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Um er að ræða afleysingu frá 1. desember 2015 til 1. desember 2016.

Sumarbúðir á Kýpur

Fjögur íslensk ungmenni fóru ásamt tveimur starfsmönnum Miðstöðvar til Kýpur á dögunum til að taka þátt í alþjóðlegu skiptinemaverkefni fyrir ungt fólk með blindu eða sjónskerðingu. Um er að ræða Evrópuverkefni sem stofnanir og blindrasamtök frá sex löndum tóku þátt í en hóparnir dvöldu í viku á Kýpur. Markmiðið með verkefninu var að leiða saman ungt blint og sjónskert fólk í nokkurs konar sumarbúðum með það að leiðarljósi að efla sjálfstraust og sjálfsskilning.