Stafganga – ný kynning
Vegna mikils áhuga verður haldið önnur kynning á stafgöngu fyrir notendur Miðstöðvarinnar
Leiðsöguhundar
Hvað gera leiðsöguhundar?
Ný reglugerð um úthlutun hjálpartækja
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um úthlutun hjálpartækja
Námskeiði frestað.
Námskeiðið Fuglar í nágrenni okkar sem halda átti 24. mars 2010 er frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar um námskeiðið verða birtar á heimsíðu Miðstöðvarinnar þegar þær liggja fyrir.
Ný námskeið í boði (Léttir réttir)
Ný námskeið eru í boði hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga gengur í Enviter; Evrópusamtök miðstöðva fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga
Enviter eru Evrópusamtök miðstöðva fyrir blinda og sjónskerta um alla Evrópu.
Tölvumiðstöð fatlaðra heldur námskeið í forritinu Foxit Reader þriðjudaginn 2. mars kl. 10-12:15
Foxit Reader er skjalalesari líkt og Acrobat Reader sem flestir þekkja og nota við lestur á PDF-skjölum.
Námskeið fyrir starfsfólk í þjónustu með einstaklingum með samsetta sjón-og heyrnarskerðingu (daufblindu)
Nú er kominn út námskeiðvísir fyrir árið 2010 frá NVC Danmark, (áður NUD). NVC Danmark er dótturstofnun Nordens Velfærdscenter og hlutverk þess er að vinna að menntunarmálum starfsfólks sem vinnur með einstaklingum með samsetta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu) á Norðurlöndunum.
Fræðsluerindi á vegum Daufblindrafélags Íslands – Usher-heilkenni, hvað er það?
Mánudaginn 15. febrúar nk. mun Daufblindrafélag Íslands standa fyrir fróðlegu fræðsluerindi um Usher-heilkenni. Fyrirlesari verður Margrét Ríkarðsdóttir þroskaþjálfi og ritari stjórnar Daufblindrafélags Íslands.
Að velja sér nám eða starf
Dagana 25. og 26. febrúar mun Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga standa fyrir námskeiði um náms- og starfsval í samstarfi við Dale Carnege á Íslandi og Mímir símenntun.
Léttir réttir – nýjar tíma – og dagsetningar.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin í samstarfi við Blindafélagið stendur fyrir matreiðslunámskeiðum fyrir notendur Miðstöðvarinnar. Námskeiðin ber yfirskriftina „léttir réttir“ og eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 9-19 ára.
Heilsa, stíll og útlit fyrir konur
Þann 12. febrúar næstkomandi mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin, í samstarfi við Blindrafélagið, halda námskeið fyrir notendur Miðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina Heilsa, stíll og útlit fyrir konur. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Heiðar Jónsson snyrtir.
Heilsa, stíll og útlit fyrir karla
Þann 19. febrúar næstkomandi mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin, í samstarfi við Blindrafélagið, halda námskeið, fyrir notendur Miðstöðvarinnar, sem ber yfirskriftina: Heilsa, stíll og útlit fyrir karla. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Heiðar Jónsson snyrtir.
Ritgerðasamkeppni Evrópusambands blindra (European Blind Union)
Evrópusamband blindra (EBU) ásamt Onkyo og Braille Mainichi standa fyrir ritgerðasamkeppni. Í ritgerðinni eiga þátttakendur að segja frá því hvernig punktaletur hefur hjálpað þeim í daglegu lífi.
Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna – ný staðsetning
Vegna mikillar þáttöku á námskeiðið Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna hefur verið ákveðið að halda námskeiðið i Menningarmiðsöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5
Gleðileg jól!
Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs, með þökkum fyrir
gott samstarf á árinu sem er að líða.
Úthlutun úr Þórsteinssjóði
Á alþjóðadegi fatlaðs fólks fimmtudaginn 3. desember 2009 var í þriðja skipti úthlutað námsstyrk til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Styrkhafi var Helga Theódóra Jónasdóttir, nemandi á fyrsta ári í sálfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.
Eyþór Þrastarson íþróttamaður fatlaðra 2009
Eyþór Þrastarson sundmaður er íþróttamaður fatlaðra árið 2009.
Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna – skráningarfrestur framlengdur
Frestur til að skrá þátttöku sína á námskeiðið Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna hefur verið
framlengdur til 30. desember 2009.
Augnlæknar og sjónfræðingar heimsóttu Miðstöðina
Fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn bauð Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin augnlæknum og sjóntækjafræðingum í heimsókn og kynnti starfsemi Miðstöðvarinnar fyrir þeim.
Fundur um 6 og 8 punkta punktaletursstaðlana
Nefnd um punktaletursstaðla boðar til fundar mánudaginn 14. desember kl. 17 í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð.
Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga heldur þriggja kvölda námskeið sem ber yfirskriftina: Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna. Námskeiðið fer fram 12., 14. og 19. janúar 2010 frá kl. 20-22 öll kvöldin.
Myndir frá matreiðslunámskeiði með Sollu í Grænum kosti.
Haldið var námskeið í matreiðslu grænmetisrétta með Sólveigu Eiríksdóttur. Námskeiðið heppnaðist í alla staði vel og þátttakendur skemmtu sér hið besta.
Myndir frá snyrtinámskeiði
Á dögunum tóku sex konur þátt í snyrtinámskeiði á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar í samstarfi við Snyrtiakademíuna og var almenn ánægja með námskeiðið. Kennari var Sara Valný Sigurjónsdóttir förðunarfræðingur. Konurnar fengu góðar ráðleggingar varðandi förðun og umhirðu húðar og einnig hagnýt ráð varðandi förðun fyrir sjónskerta.
Augun hvíla á okkur
Sjónin er nauðsynleg til að rata um í ys og þys nútímans. Þegar hana skortir, geta einföld verkefni orðið flókin. Þess vegna er mikilvægt að blindir, sjónskertir, aðstandendur þeirra og fagfólk, hafi aðgang að bestu hugsanlegu tækni, aðstoð, þjálfun og upplýsingum á einum stað. Miðstöðin er sá staður.
Drög að reglugerð um úthlutun hjálpartækja
Miðstöðin óskar eftir umsögn notenda, fagfólks og allra þeirra sem málið varðar um drög að reglugerð um úthlutun hjálpartækja.
Haldið var upp á dag hvíta stafsins 15. október síðastliðinn.
Starfsfólk Miðstöðvarinnar var á ferðinni á Háskólatorgi og í Kringlunni á degi hvíta stafsins.
Starfsmenn Miðstöðvarinnar verða á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum
Ráðgjafi og sjóntækjafræðinur frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni verða á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum á næstu dögum.
Þarf að stækka letrið?
Lestur er lífsgæði. Stækkunargler, sterk lesgleraugu og margs konar tækni gagnast þeim áfram vilja njóta þess að lesa þó að sjónin hafi versnað.
Dagur hvíta stafsins
Fimmtudaginn 15. október 2009 verður Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga með kennslu í notkun hvíta stafsins á Háskólatorgi við Háskóla Íslands kl. 11-13 og í Kringlunni kl. 16-18.