Námskeiði frestað.

Námskeiðið Fuglar í nágrenni okkar sem halda átti 24. mars 2010 er frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar um námskeiðið verða birtar á heimsíðu Miðstöðvarinnar þegar þær liggja fyrir.

Að velja sér nám eða starf

Dagana 25. og 26. febrúar mun Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga standa fyrir námskeiði um náms- og starfsval í samstarfi við Dale Carnege á Íslandi og Mímir símenntun.

Léttir réttir – nýjar tíma – og dagsetningar.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin í samstarfi við Blindafélagið stendur fyrir matreiðslunámskeiðum fyrir notendur Miðstöðvarinnar. Námskeiðin ber yfirskriftina „léttir réttir“ og eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 9-19 ára.

Heilsa, stíll og útlit fyrir konur

Þann 12. febrúar næstkomandi mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin, í samstarfi við Blindrafélagið, halda námskeið fyrir notendur Miðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina Heilsa, stíll og útlit fyrir konur. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Heiðar Jónsson snyrtir.

Heilsa, stíll og útlit fyrir karla

Þann 19. febrúar næstkomandi mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin, í samstarfi við Blindrafélagið, halda námskeið, fyrir notendur Miðstöðvarinnar, sem ber yfirskriftina: Heilsa, stíll og útlit fyrir karla. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Heiðar Jónsson snyrtir.

Gleðileg jól!

Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs, með þökkum fyrir
gott samstarf á árinu sem er að líða.

Úthlutun úr Þórsteinssjóði

Á alþjóðadegi fatlaðs fólks fimmtudaginn 3. desember 2009 var í þriðja skipti úthlutað námsstyrk til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Styrkhafi var Helga Theódóra Jónasdóttir, nemandi á fyrsta ári í sálfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga heldur þriggja kvölda námskeið sem ber yfirskriftina: Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna. Námskeiðið fer fram 12., 14. og 19. janúar 2010 frá kl. 20-22 öll kvöldin.

Myndir frá snyrtinámskeiði

Á dögunum tóku sex konur þátt í snyrtinámskeiði á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar í samstarfi við Snyrtiakademíuna og var almenn ánægja með námskeiðið. Kennari var Sara Valný Sigurjónsdóttir förðunarfræðingur. Konurnar fengu góðar ráðleggingar varðandi förðun og umhirðu húðar og einnig hagnýt ráð varðandi förðun fyrir sjónskerta.

Augun hvíla á okkur

Sjónin er nauðsynleg til að rata um í ys og þys nútímans. Þegar hana skortir, geta einföld verkefni orðið flókin. Þess vegna er mikilvægt að blindir, sjónskertir, aðstandendur þeirra og fagfólk, hafi aðgang að bestu hugsanlegu tækni, aðstoð, þjálfun og upplýsingum á einum stað. Miðstöðin er sá staður.

Þarf að stækka letrið?

Lestur er lífsgæði. Stækkunargler, sterk lesgleraugu og margs konar tækni gagnast þeim áfram vilja njóta þess að lesa þó að sjónin hafi versnað.

Dagur hvíta stafsins

Fimmtudaginn 15. október 2009 verður Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga með kennslu í notkun hvíta stafsins á Háskólatorgi við Háskóla Íslands kl. 11-13 og í Kringlunni kl. 16-18.