Miðstöðin fær viðurkenningu fyrir Grundtvig-samstarfsverkefni
Miðstöðin fær gæðaviðurkenningu fyrir Grundtvig-samstarfsverkefnið sem skoðaði menntun og atvinnumöguleika blindra og sjónskertra einstaklinga með viðbótarfatlanir.
Fyrsta endurhæfingaríbúðin fyrir blinda og sjónskerta vígð
Þriðjudaginn 2. nóvember síðastliðinn var fyrsta hæfingar og endurhæfingaríbúð sem ætluð er blindum og sjónskertum einstaklingum á Íslandi vígð. Íbúðin er í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Vígslan fór fram með afhendingu lykla til Guðfinns Karls Vilhelmssonar en hann er fyrsti íbúinn. Hann fékk lyklana afhenta frá Láru Björnsdóttur, sviðsstjóra í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu.
Fróðlegur fyrirlestur
Miðvikudaginn 10. nóvember sl. var haldinn fyrirlestur í húsnæði Miðstöðvarinnar og bar hann yfirskriftina Systkini fatlaðra barna.
Góð þátttaka á degi hvíta stafsins
Þann 15. október síðastliðinn var alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Miðstöðin og Blindrafélagið stóðu sameiginlega að dagskrá sem hófst með göngu niður Laugaveginn og tóku margir þátt í göngunni.
Ráðgjafar á vakt
Á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15:00-16:00 verður ráðgjafi með vakt þar sem notendur Miðstöðvarinnar geta hringt eða komið. Þessi þjónusta er einungis hugsuð fyrir aðkallandi erindi og minniháttar viðvik t.d. fyrirspurnir eða biluð hjálpartæki sem þarf að laga.
Námskeiði aflýst
Námskeiðið Punktaletur fyrir kennara – framhaldsnámskeið sem hefjast átti 4. nóvember 2010, hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Fyrsta endurhæfingaríbúðin fyrir blinda og sjónskerta vígð.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga taka í notkun fyrstu íbúðina sem ætluð er til hæfingar og endurhæfingar. Verkefnið er samstarfsverkefni Blindrafélagsins og Miðstöðvarinnar og mun fyrsti einstaklingurinn byrja í hæfingu fimmtudaginn 4. nóvember.
Fyrirlestur um syskini fatlaðra barna.
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Systkinasmiðjunni mun halda fyrirlestur um systkini fatlaðra barna miðvikudaginn 10. nóv. kl. 20:00 – 22:00 í húsnæði Miðstöðvarinnar, Hamrahlíð 17, 5. hæð.
Lokað eftir hádegi á Degi Hvíta Stafsins
Vinsamlegast athugið að á Degi Hvíta Stafsins, föstudaginn 15 október, verður Miðstöðin lokuð frá því kl. 13. Við minnum alla á gönguna á Laugarveginum og kaffisamsæti í Oddfellow húsinu.
DAGUR HVÍTA STAFSINS
Vikuna 8. til 15. október 2010 er alþjóðleg sjónverndarvika sem haldin er hátíðleg, um allan heim. Viku þessari lýkur með degi hvíta stafsins þann 15. október, alþjóðlegum baráttudegi blindra og sjónskertra einstaklinga. Þennan dag nota blindir og sjónskertir til að vekja athygli á málstað sínum og m.a. til að kynna hvíta stafinn.
Námskeiðum aflýst
Námskeiðin „Líkamsvitund, tjáning og samskipti“ og „ADL fyrir heimilisfræðikennara“ hefur verið aflýst
Kynning á þreifibókum fyrir blind börn
Á sameiginlegum skipulagsdegi í Grunnskólum Kópavogs, 1. október sl. voru þreifibækur fyrir blind börn kynntar. Yfirskrift skipulagsdagsins var Sjálfbær þróun og grenndarsamfélagið. Þreifibókarverkefnið var samstarfsverkefni Lindaskóla og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðar fyrir blinda, sjónskerta og daufblindra einstaklinga.
Námskeiði aflýst
Námskeiðinu „Fuglar í nágrenni okkar“ sem halda átti þriðjudaginn 21. september hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Námskeiði aflýst
Námskeiðinu „Aðgengi og aðlögun á námsefni fyrir blinda og sjónskerta“ hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Notkun punktaleturskubba við ritmálsörvun í leikskóla
Út er komin skýrsla vegna þróunarverkefnis um notkun punktaleturskubba í tengslum við ritmálsörvun í leikskóla. Skýrslan er fáanleg á heimasíðu Miðstöðvarinnar.
Námskeiði frestað vegna veikinda
Námskeiðinu „Punktaletur fyrir kennara – byrjendanámskeið“ sem halda átti fimmtudaginn 9. september, hefur verið frestað vegna veikinda. Haft verður samband við þátttakendur í byrjun næstu viku til að finna annan tíma.
Miðstöðin fær bókargjafir frá Ragnhildi Björnsdóttur blindrakennara
Miðstöðinni hefur verið afhent rausnarleg bókargjöf
Fyrirlestri aflýst
Fyrirlestrinum „Líffræði augans“ sem vera átti þriðjudaginn 7. september hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Nýtt námskeiðið „Hagnýt ráð og handavinna“
Vegna mikils áhuga á námskeiðinu „Hagnýt ráð og handavinna“ hefur verið ákveðið að bjóða upp á annað slíkt námskeið. Pláss er fyrir 3 þátttakendur og því um að gera að skrá sig strax. Nánari upplýsingar er að finna undir flipanum Námskeið.
Námskeiði aflýst
Námskeiðinu „Út að ganga“ sem átti að hefjast föstudaginn 3. september hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Fyrirlestraröð haustið 2010
Fyrirlestraröð fyrir haustið 2010 er nú tilbúin og er að finna undir flipanum „Námskeið“.
Námskeiðsáætlun haust og vetur 2010
Námskeiðsáætlun tímabilsins september til desember 2010 er nú tilbúin og er að finna undir flipanum námskeið.
Lokað vegna framkvæmda vikuna 12.-16. júlí
Vegna framkvæmda verður Miðstöðin lokuð vikuna 12.-16. júlí. Miðstöðin verður opnuð aftur mánudaginn 19. júlí kl. 9.00
Dagana 14.-16. júní sl. hélt Miðstöðin sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Dagana 14.-16. júní sl. hélt Miðstöðin sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Ýmislegt var gert á námskeiðinu, m.a. útbúin veisla fyrir foreldra og aðstandendur og farið var í fjöruferð.
Íslenska komin inn í hið alþjóðlega Robobraille-kerfi.
Dagana 31. maí til 3. júní komu hingað til lands fulltrúar frá danska fyrirtækinu Robobraille. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu punktaleturs í gegnum tölvupóst og var íslensku bætt við þjónustu þeirra á meðan á heimsókninni stóð.
Norræn ráðstefna um punktaletur var haldin í Reykjavík dagana 27. og 28. maí.
Þetta er í fyrsta skipti sem ráðstefnan fer fram á Íslandi en hún hefur verið haldin um áratuga skeið. Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin sá um skipulagningu ráðstefnunnar að þessu sinni.
3. bekkur í Lindaskóla gerir þreifibækur fyrir blind börn.
Eitt af verkefnum Miðstöðvarinnar er að sjá um yfirfærslu ritefnis á form sem hentar blindum og sjónskertum einstaklingum. Þreifibækur eru bækur með upphleyptum myndum sem hægt er skoða með fingrunum. Leitað var eftir samstarfi við nemendur í 3. bekk í Lindaskóla í Kópavogi um gerð nokkurra bóka af þessu tagi.
Námskeiðið Léttir réttir fellt niður
Vegna ónógrar þátttöku verður námskeiðið Léttir réttir sem halda átti miðvikudaginn 26. maí, fellt niður.
Ábendingar um námskeið
Frestur til að skila inn óskum eða hugmyndum að námskeiðum fyrir tímabilið ágúst-desember 2010 er til 10. júní 2010.
Námskeiðsáætlun fyrir NVC Danmark í Dronninglund haustið 2010
NVC stendur fyrir Nordens velfærdscenter. Þar eru skipulögð námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með daufblindum einstaklingum.