Námskeið í hljóðlýsingum: hinu sjónræna umbreytt í orð

Hljóðlýsingar snúast um að gera myndir aðgengilegar fyrir sjónskerta og blinda einstaklinga. Það er gert með því að notast við hugmyndaríkan og líflegan orðaforða. Þátttakendur í námskeiðinu munu fá reynslu af því hvernig greinargóðar lýsingar geta gert sjónrænar upplifanir ánægjulegri fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Námskeiðsdagur fyrir kennara

Námskeiðsdagur fyrir kennara var haldinn 16. ágúst síðastliðinn. Námskeiðið heppnaðist vel og var vel sótt. Í boði voru þrjú mismunandi námskeið. Eitt námskeið var í þreifibókagerð, námskeið í undirstöðum þess að vinna með nemendur í umferli og ADL og þriðja námskeiðið var um aðgengi og útfærsla á námsefni fyrir blinda og sjónskerta nemendur.

Velheppnað barnanámskeið

Dagana 8.-10. júní fór fram barnanámskeið á vegum miðstöðvarinnar. Níu börn á aldrinum 7 til 13 ára tóku þátt. Hér var um þriggja daga námskeið að ræða og ýmislegt gert til að fræða og skemmta börnunum. Barnanámskeið hafa verið haldinn árlega oftast í byrjun sumars og verið vel sótt. Þarna geftst börnunum tækifæri til að kynnast innbyrðis og að prófa og læra nýja hluti. Það er mat okkar sem komu að námskeiðinu að þessu sinni að vel hefur tekist til og vonandi verður annað námskeið að ári liðnu.

Alþjóðlegur dagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Félagið Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu heldur upp á alþjóðlegan dag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu mánudaginn 27. júní 2011 í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá auk þess sem hægt verður að skoða hjálpartæki og kynna sér samskiptaleiðir. Veitingar verða í boði.

Norrænar tónlistarbúðir í október

Í lok október verða haldnar norrænar tónlistarbúðir í Danmörku þar sem einstaklingar frá Norðurlöndunum hittast og spila saman. Íslendingum býðst að taka þátt í þessu verkefni í fyrsta skipti nú í ár og leitum við um þessar mundir að einstaklingum sem hafa áhuga á að vera þátttakendur.

Punktaletursnótur – nýjung á Íslandi

Dagana 18-20. maí síðastliðinn fóru 4 einstaklingar á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar til Noregs til að fylgjast með námskeiði í punktaletursnótum. Tilgangur ferðarinnar var til að kynna sér nánar punktaletursnótur, gerð námsefnis á punktaletursnótum, kennsluaðferðir o.fl.

Punktaletur staðfest í lögum

Nýverið voru samþykkt á Alþingi ný lög um íslenskt mál. Í lögunum er kveðið á um rétt blindra og sjónskertra til notkunar punktaleturs. Þetta er mikil framför og löngu tímabær staðfesting á rétti þeirra sem nýta sér punktaletur.

Þreifibækur fyrir blind börn

Síðastliðin tvö ár hefur Miðstöðin unnið að áhugaverðu verkefni í samstarfi við myndmenntakennara Lindaskóla í Kópavogi og nemendur í 3. bekk. Miðvikudaginn 4. maí verða bækurnar afhentar við formlega athöfn í Lindaskóla.

Nýr íslenskur talgervill

Blindrafélagið hefur tekið ákvörðun um að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.

Velferðarráðuneytið tekur til starfa

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin heyrir nú undir hið nýja velferðarráðuneyti er varð til um áramótin við sameiningu heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Jólakveðja

Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs, með þökkum fyrir
gott samstarf á árinu sem er að líða.