Úthlutun leiðsöguhunda
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun úthluta leiðsöguhundi á komandi hausti. Leiðsöguhundar aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt og er leiðsöguhundur skilgreindur sem hjálpartæki.
Dóra og Karl tala í fyrsta sinn opinberlega
Dóra og Karl, nýjar íslenskar talgervilsraddir frá pólska fyrirtækinu Ivona, verða kynntar opinberlega miðvikudaginn 15. ágúst kl. 15:00 í Norræna húsinu.
Frá strönd til strandar: Fjáröflun til styrktar baráttunni gegn blindu
Dagana 20 – 31 ágúst munu blindir og sjónskertir einstaklingar freista þess að ganga um 300 km leið þvert yfir England á 10 dögum. Verkefnið er skipulagt af bresku RP Fighting blindness samtökunum.
Hljóðmerki við gönguljós á Akureyri
Í sumar voru sett upp hljóðmerki við gönguljós á gatnamótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri. Fyrst um sinn eru hljóðmerkin sett þar sem farið er yfir Hrafnagilsstræti austanmegin og yfir Þórunnarstræti norðanmegin við gatnamótin. Með tilkomu hljóðmerkjanna eykst öryggi gangandi vegfaranda ekki síst blindra og sjónskertra. Miðstöðin fagnar þessari framkvæmd og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi við Akureyrarbæ.
Ný heimasíða Miðstöðvarinnar
Miðstöðin hefur tekið í notkun nýja heimasíðu. Gætt hefur verið að aðgengi á síðunni og hægt er að stækka og minnka textann og skipta um liti á texta og bakgrunni á síðunni.
Boðskort vegna alþjóðlegs dags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu vill bjóða þér að samgleðjast okkur á alþjóðlegum degi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu miðvikudaginn 27. júní næstkomandi. Í tilefni dagsins stendur félagið fyrir fjölbreyttri dagskrá í sal Félags heyrnarlausra að Grensásvegi 50 á 3. hæð. Dagskráin hefst kl. 14:00 og áætlað er að henni ljúki kl. 17:00. Lyfta er í húsinu.
Námskeið í minnistækni í september
Námskeiðið er ætlað sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta minnið sitt. Minnistækni býður okkur upp á að þjálfa minnið þannig að við þurfum einungis að lesa einu sinni yfir upplýsingarnar en ekki oft. Skráning fer fram í síma 545 5800.
SensAge ráðstefna í Zagreb
Alþjóðlega ráðstefnan „Menntun og endurhæfing aldraðra: rannsóknir, reynsla og horfur“ verður haldin í Zagreb í Króatíu þann 30. september 2012. Á ráðstefnunni verður einblínt á þróun mála hjá SensAge í tengslum við aldraða einstaklinga.
Nýtt námskeið fyrir ungmenni
Sjálfstraust, jákvætt viðhorf og leiðtogahæfileikar. Námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára. Anna Steinsen frá Dale Carnegie verður með námskeið dagana 16.-17. ágúst.
Ráðgjafi og sjónfræðingur á Akureyri
Ráðgjafi og sjónfræðingur frá Miðstöðinni verða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. maí – 1.júní nk.
Miðstöðin lokuð föstudaginn 11. maí
Lokað verður á Miðstöðinni föstudaginn 11. maí. Opnað verður aftur mánudaginn 14. maí.
Námskeið í líkamsþjálfun
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður upp á hópþjálfun í líkamsþjálfun í samstarfi við sjúkraþjálfunina Afl.
Sumarnámskeið Miðstöðvarinnar
Áætlað er að halda sumarnámskeið Miðstöðvarinnar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára þann 12.-15.júní frá kl. 09-14.
Bilun í tölvukerfi
Vegna bilunar í tölvukerfi verður ekki hægt að senda tölvupóst á starfsfólk Miðstöðvarinnar. Vinsamlegast hafið samband í síma 545-5800 til að fá samband við starfsmann.
Miðstöðin leitar að félagsráðgjafa
Starf félagsráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð er laust til umsóknar.
SensAge: samstarfsverkefni Miðstöðva í Evrópu
SensAge er samstarfsverkefni 15 aðila í Evrópu og Kanada. Markmið SensAge er að vera miðpunktur öflunar, greiningar og miðlunar fræðsluefnis og vinnuaðferða sem stuðla að virkri öldrun Evrópubúa með skerðingu á skilningarvitum, gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi og eykur lífsgæði og félagslega þátttöku þeirra.
Evrópuverkefni um viðbótarfatlanir
Miðstöðin hefur tekið að sér að leiða evrópuverkefni alls 15 fagaðila og stofnanana er koma að blindu/sjónskertu fólki með viðbótarfatlanir (MDVI).
Slökkviliðsmenn læra notkun hvíta stafsins við reykköfun
Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu sitja nú námskeið til að kynna sér aðferðir fyrir blinda við að rata og átta sig á umhverfinu, m.a. með notkun hvíta stafsins. Kenndar eru leiðir við að skynja hljóð og rými með nýjum aðferðum sem geta komið sér vel við reykköfun.
Uppeldisfjölskyldur fyrir leiðsöguhunda
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga óskar eftir uppeldisfjölskyldum fyrir leiðsöguhunda.
Auglýsing frá Miðstöðinni um hjálparhunda
Samkvæmt reglugerð er fötluðu fólki heimilt að hafa með sér hjálparhunda á: gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús, enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn að hjálparhundi.
Miðstöðin leitar eftir efnilegum unghundum sem hentað gætu til þjálfunar á leiðsöguhundum.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga leitar eftir efnilegum unghundum sem hentað gætu til þjálfunar á leiðsöguhundum.
Hópþjálfun í líkamsþjálfun í samstarfi við Sjúkraþjálfunina Afl.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður upp á hópþjálfun í líkamsþjálfun í samstarfi við Sjúkraþjálfunina Afl. Þjálfunin er ætluð sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta líkamlegan styrk og auka úthald.
Námskeið – Norræna Velferðarmiðstöðin Dronninglund í Danmörku
Minnum á að enn eru laus pláss á námskeið hjá Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar í Dronninglund. Lokafrestur til að sækja um námskeið vorannar er 15. janúar.
Námskeið – Þjónusta við blinda og sjónskerta einstaklinga
Þjónusta við blinda og sjónskerta einstaklinga – Námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Alþjóðlegi Braille dagurinn 4. janúar
Frakkinn Louis Braille fæddist 4. janúar 1809. Af því tilefni er dagurinn tileinkaður honum.
Ítarlegt yfirlit um rafbækur og aðgengi þeirra
Rafbækur og rafbókalausnir eru teknar fyrir og útskýrt hver staðan er varðandi aðgengi.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð heldur námskeið fyrir kennara og stuðningsfulltrúa blindra og sjónskertra nemenda
Helstu áherslur á námskeiðinu eru hvernig kennarar geta sinnt kennslu blindra/sjónskerta nemenda en jafnframt mætt þörfum allra nemenda.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í samstarfi við Blindrafélagið býður upp á námskeið í minnistækni.
Námskeiðið er ætlað sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta minnið sitt.
Gleðileg jól!
Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs, með þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Afgreiðslutími um jólin
Opið verður milli 9-16 dagana 27.-30. desember. Lokað er á þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag.