Námskeið á Foxit Reader fyrir kennara sjónskertra nemenda.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin býður kennurum, sem koma að kennslu sjónskertra nemenda, á námskeið í forritinu Foxit Reader miðvikudaginn 25. september kl. 14-16 Hamrahlíð 17, 5 hæð.
Gwyneth McCormack heldur tvo námskeið í október
Dagana 14. og 17. október heldur Gwyneth McCormack tvo námskeið í boði Miðstöðvarinnar.
Zoom Text fundur
Þriðjudaginn 20. ágúst verður Zoom Text fundur í tölvuveri Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 frá kl. 10-12.
Boð fyrir uppeldisfjölskyldur leiðsöguhunda
Miðstöðin hélt boð fyrir uppeldisfjölskyldur leiðsöguhunda þar sem þeim var þökkuð ómetanleg aðstoð þeirra.
Daniel Kish með fyrirlestur fyrir foreldra blindra og sjónskertra barna.
Daniel Kish heldur fyrirlestur fyrir foreldra blindra og sjónskertra barna mánudaginn 24. júní.
Alþjóðlegur dagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
Afmælisdagur Helen Keller 27. júní er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Hann verður nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn hér á landi.
Daniel Kisch á Íslandi
Daniel Kisch hélt nokkur námskeið hér á landi.
Námskeið með Daniel Kish
Daniel Kish mun halda nokkur námskeið um hlustun í umhverfinu (ecolocation) vikuna 11.-14. júní.
Daniel Kish verður með kynningu á hlustun í umferli.
Daniel Kish mun verða með kynningu á hlustun í umferli þriðjudaginn 11.júní kl. 16:00 í sal Blindrafélagsins á 2.hæð í Hamrahlíð 17.
Tækni í skólastarfi – Námskeið fyrir sjónskerta nemendur í 5 – 10.bekk
Þann 14.-15. ágúst býður Þjónustu- og þekkingarmiðstöð upp á námskeið þar sem farið verður yfir ýmis forrit og búnað sem nýtist sjónskertum nemendum. Markmiðið er að nemendur öðlist betri færni og aukið sjálfstæði við nám sitt.
Ráðgjafi og sjónfræðingur verða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13.- 14 maí nk.
Ráðgjafi og sjónfræðingur frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð verða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13.- 14 maí nk.
Námskeið um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð mun halda 4 daga námskeið í samvinnu við Nordisk Velfærdscenter (NVC) dagana 10.-13. september 2013.
Ritgerðarsamkeppni á vegum EBU fyrir punktaletursnotendur
European Blind Union (EBU) auglýsir ritgerðarsamkeppni fyrir punktaletursnotendur á vegum Onkyo Corporation og The Braille Mainichi.
Norræn ungmennavika 24.-30. júní
Miðstöðinni hafa borist upplýsingar um Norræna ungmennaviku fyrir einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Opnunartími yfir páskana
Opnunartími hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð yfir páskana er eftirfarandi:
Erlendar sumarbúðir fyrir unglinga
Miðstöðinni hafa borist upplýsingar um erlendar sumarbúðir fyrir unglinga sem eru sjónskertir og blindir. Um er að ræða þrenns konar sumarbúðir.
Sumarferð Blindrafélagsins 2013
Hringferð með útúrdúrum, gönguferðum, tónlistarhátíð og tjaldútilegum.
Leiðsöguhundurinn Sebastían afhentur við hátíðlega athöfn
Í dag var fyrsti leiðsöguhundur Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga formlega afhentur við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. Sebastían, sem er af Golden Retriever kyni hefur verið úthlutað til Fríðu Eyrúnar Sæmundsdóttur sem býr á Patreksfirði.
Dóra les vefsíður Stjórnarráðsins
Í dag undirritaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra samning við Blindrafélagið um að nota Ivona veflesara Blindrafélagsins til að lesa efni allra vefsíðna Stjórnarráðs Íslands. Veflesarinn býður upp á íslenskan upplestur á texta á íslenskum vefsíðum.
Leiðbeiningar varðandi Windows 8
Microsoft hefur nýverið gefið út nýtt stýrikerfi undir nafninu Windows 8. Þetta stýrikerfi er mikil bylting hvað notkun varðar og felst breytingin aðallega í aukinni sjónrænni áherslu. Kerfið er hannað með snertiskjá í huga og gamalkunnir Windows þættir eins og Ræsa valmyndin (Start menu) eru ekki lengur tilstaðar.
Námskeið: hópþjálfun í líkamsþjálfun
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður upp á hópþjálfun í líkamsþjálfun í samstarfi við sjúkraþjálfunina Afl.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð lokuð aðfangadag og gamlársdag
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð verður lokuð 24. desember aðfangadag og 31. desember gamlársdag.
Miðstöðin óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta
Úthlutað var úr Þórsteinssjóði, 3. desember fimm styrkjum til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands en undanfarin ár hefur háskólinn lagt áherslu á að blindir og sjónskertir njóti jafnræðis á við aðra og eigi sömu möguleika til náms og þeir. Þetta er í fimmta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Kristín Ingólfsdóttir rektor afhenti styrkina við hátíðlega athöfn. Upphæð styrkjanna nemur samtals tveimur milljónum króna, segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands um málið.
Örnámskeið: Jaws
Haldið verðu örnámskeið fyrir JAWS notendur fimmtudaginn 29.nóvember í tölvuveri Blindrafélagsins 2.hæð Hamrahlíð 17. Sérfræðingur Miðstöðvar mun fara yfir stillingar og notkun og svara spurningum notenda.
Skráning á rosa@midstod.is
Örnámskeið: ZoomText10
Þjónustu og þekkingarmiðstöð býður Zoom Text notendum upp á örnámskeið með Zoom Text sérfræðingi Miðstöðvarinar, farið verður yfir lestur með talgervli í mismunandi forritum og komið með ábendingar um snjallar lausnir á almennum vandamálum. Þátttakendur koma með eigin tölvur og geta fengið svar við spurningum og farið yfir stillingar.
Tími: Fimmtudaginn 22.nóvember frá 10-12
Staður: Tölvuver Blindrafélagsins, 2.hæð, Hamrahlíð 17
Skráning: rosa@midstod.is
Styrkir til blindra og sjónskertra nemenda við HÍ
Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.
Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2012
Dagur hvíta stafsins 15. október
Mánudaginn 15. október verður viðamikil dagskrá í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Meðal þess sem er á dagskrá er aðgengisráðstefna með sérstakri áherslu á aðgengi blindra og sjónskertra að byggingum og umferðarmannvirkjum.
Alþjóðlegur sjónverndardagur 11. október
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er 11 október en tilgangurinn með honum er að vekja sérstaka athygli á afleiðingum blindu og hvað megi gera til að vinna gegn henni.
Í tilefni af deginum býður Blindrafélagið til fundar. Þar mun Guðmundur Viggósson augnlæknir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga ræða um orsakir blindu og sjónskerðingar hjá börnum.
Fundurinn er öllum opinn og er haldinn í samkomusal Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, 2. hæð, kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis.
Forþjálfunarnámskeið fyrir nám í punktaletri
Námskeiðið er ætlað kennurum og stuðningsfulltrúum barna sem eru verðandi punktaleturslesarar. Á námskeiðinu er leitast við að velta upp úr því ferli og þeirri færni sem eru forsendur fyrir góðum árangri við lestur á punktaletri. Námskeiðið verður hagnýtt og áþreifanlegt.
Námskeiðið verður á Miðstöðinni föstudaginn 12. október frá 9-14 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á netinu en hægt er að senda nöfn þátttakenda og skóla á halldora@midstod.is eða hringja á skrifstofuna í síma 545-5800
Grunnnámskeið í punktaletri
Námskeiðið verður á Miðstöðinni miðvikudaginn 3. október (fyrri hluti) og föstudaginn 5.október (seinni hluti) frá kl.13-16 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið er ætlað kennurum nemenda sem lesa punktaletur.
Skráning fer fram á netinu en hægt er að senda nöfn þátttakenda og skóla á halldora@midstod.is eða hringja á skrifstofuna í síma 545-5800.