Sjónstöðin vinnur að innleiðingu Positive Looking, sem á íslensku gæti útlagst sem „jákvæð sjónörvun“ og á uppruna sinn hjá breska frumkvöðlafyrirtækinu Positive Eye Ltd. Positive Looking er heildstæð hugmyndafræði um hvernig við getum á skilvirkan og hagnýtan hátt gert stöðumat á grunnþáttum sjónar hjá börnum eða einstaklingum sem ekki geta tjáð sig á hefðbundin hátt. Samtímis er Postive Looking verkfærakista eða -safn sem auðveldar samskipti til þjónustuaðila svo sem skóla um hvernig ganga eigi fram varðandi markvissa íhlutun. Við innleiðingu Positive Looking á Sjónstöð var m.a. ákveðið að setja saman sjónörvunarpakka fyrir foreldra sem samanstendur af örfáum sjónörvandi hlutum svo sem hanska, ljósastaf og litlu pallíettuveski til að geyma hlutina í. Ákveðið sjónáreiti er líka fólgið í pallíettunum. Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði gerðist styrktaraðili að pakkanum og á meðfylgjandi mynd má sjá Estellu Björnsson, fagstjóra í sjónfræði, taka við 200.000 kr. gjafabréfi úr hendi Haraldar Jónsson, formanns styrktarnefndar. Við kunnum Kiwanis miklar þakkir fyrir stuðninginn.

